Fara beint í efnið

Útgáfa flugstarfaskírteina á Íslandi

Samgöngustofa ber ábyrgð á útgáfu flugstarfaskírteina, samþykkir nám varðandi þau og hefur eftirlit með samþykktum- og yfirlýstum þjálfunarfyrirtækjum (ATO/DTO) sem og þjálfun hjá flugfélögum.

Öll flugstarfaskírteini sem gefin eru út á Íslandi eru í samræmi við staðla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO Annex 1). Að auki eru eftirfarandi skírteini háð samevrópskum reglum sem innleiddar eru á grundvelli EES samningsins:

  • Skírteini flugumferðarstjóra  

  • Skírteini flugvélatækna

  • Skírteini flugmanna á flugvélar, þyrlur, svifflugur, létt loftför og vænghnitur (e. powered lift aircraft).

Öll Part-FCL skírteini útgefin/endurútgefin af Samgöngustofu eftir 5. desember 2018 innihalda athugasemdina „This licence is automatically validated as per the ICAO attachment to this licence“. Viðhengið, sem vísað er til í athugasemdinni, er aðgengilegt á heimasíðu EASA . Þeir flugliðar sem starfrækja loftför sem skráð eru í öðru EASA ríki geta prentað viðhengið út og framvísað í hlaðskoðunum sé þess krafist.

Lög og reglur

  • Reglugerð 400/2008 um um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands.

  • Reglugerð 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.

  • Reglugerð 854/2014 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa