Fara beint í efnið

Upplýsingar fyrir vitni

Brotið rannsakað

Rannsókn sakamála er í höndum lögreglu. Ef lögreglan veit eða grunar að refsivert brot hafi verið framið verður hún að hefja rannsókn. Þá skiptir ekki máli hvort kæra hefur borist eða ekki. Markmið rannsóknarinnar er að afla allra nauðsynlegra gagna. Því næst er hægt að ákveða hvort það eigi að sækja einhvern til saka eða ekki.

Skýrslutaka

Hluti af rannsókninni er að spyrja vitni um það sem þau vita. Það heitir að taka skýrslu af vitni. Markmið með því að taka skýrslu er að það komi fram allt sem lögreglan telur nauðsynlegt fyrir rannsóknina. Skýrslutakan fer yfirleitt fram á lögreglustöð en stundum fer skýrslutaka fram annars staðar, til dæmis þar sem brotið var framið. Stundum tekur lögregla skýrslu af vitni með símtali.

Skýrslutaka á lögreglustöð er hljóðrituð eða tekin upp bæði í hljóði og mynd. Lögregla skrifar skýrslu um það sem vitnið hefur um málið að segja, ýmist þannig að gerð er samantekt um framburð vitnisins eða að framburður vitnis er skrifaður upp frá orði til orðs. Skýrslur sem teknar eru af vitnum verða hluti af rannsóknargögnum málsins.


Þjónustuaðili

Ríkis­sak­sóknari

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229