Fara beint í efnið

Verjandi sakbornings á að fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans eins fljótt og hægt er. Verjandi á jafnframt að fá aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu.

Lögregla getur neitað verjanda um aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum í allt að þrjár vikur frá því að þau urðu til eða komust í vörslur hennar ef lögregla telur að aðgangur verjanda að gögnunum geti skaðað rannsókn málsins. Lögreglu er einnig heimilt að neita verjanda um afrit af einstökum skjölum meðan á rannsókn máls stendur telji hún að það geti skaðað rannsókn málsins. Bera má synjun um aðgang að gögnum undir dómara.

Þegar verjandi hefur fengið aðgang að gögnum máls er honum jafnframt heimilt að láta skjólstæðingi sínum í té eintak af gögnunum eða kynna honum þau með öðrum hætti. Lögregla á einnig að gefa verjanda færi á að fylgjast með framvindu rannsóknar að svo miklu leyti sem kostur er.

Þjónustuaðili

Ríkis­sak­sóknari

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229