Fara beint í efnið

Umsókn um leyfi fyrir notkun á geislavirku efni

Geislavarnir ríkisins gefa út leyfi fyrir notkun á geislavirkum efnum. Ekki má hefja notkun fyrr en leyfi hefur verið gefið út.

Sækja þarf sérstaklega um leyfi til innflutnings, jafnvel þó notandi annist sjálfur innflutning.

Umsóknarferli

Beðið er um ólíkar upplýsingar eftir því hvort um opna eða lokaða geislalind ræðir.

Til þess að fylla út umsókn þarft þú að hafa tiltækar upplýsingar um:

  • nafn, kennitölu, menntun og netfang ábyrgðarmanns

  • notanda geislavirka efnis til dæmis nafn fyrirtækis og nafn og netfang tengiliðar

  • upplýsingar um efnið, til dæmis kjarntegund, virkni, umbúðir efnis og fyrirhuguð notkun

  • upplýsingar um tæki sem geislavirka efnið er í, ef við á

Fylgigögn

Til þess að fá leyfi til notkunar á geislavirkum efnum þarf meðal annars að:

  • tilnefna ábyrgðarmann sem Geislavarnir ríkisins samþykkja

  • leggja fram áætlun um förgun geislavirka efnis og ef við á

  • staðfestingu vegna kostnaðar við förgun

  • leggja fram öryggismat

  • skila áætlun um förgun

Ef um er að ræða hágeislavirka geislalind þarf einnig að:

  • skila öryggisáætlun og viðbragðsáætlun

Leyfisgjöld

Innheimt er í samræmi við gildandi gjaldskrá.

Sjá gjaldskrá.

Vinnslutími umsóknar

Umsóknarferlið tekur um 2 vikur eftir að öllum gögnum hefur verið skila. Ef það vantar gögn færðu tölvupóst.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169