Fara beint í efnið

Tilkynna flugatvik

Tilkynningarskylt flugatvik eða flugverndaratvik

Tilkynningarskyld flugatvik

Tilkynningarskyld flugatvik

Flugatvik er atburður sem getur haft áhrif á flugöryggi og ef atburðurinn er ekki greindur og hugsanlega leiðréttur, getur stofnað flugöryggi í hættu og leitt til alvarlegs flugatviks eða slyss. Atvik falla undir eftirfarandi flokka og skulu tilkynnt í gegnum kerfi fyrir skyldubundnar tilkynningar flugatvika:

  • Atvik sem tengjast starfrækslu loftfarsins.

  • Atvik sem tengjast tæknilegum skilyrðum, viðhaldi og viðgerðum á loftförum.

  • Atvik sem tengjast flugleiðsöguþjónustu og flugvirkjum.

  • Atvik sem tengjast flugvöllum og þjónustu á jörðu niðri.

Hægt er að nálgast lista yfir yfir atburði sem á að tilkynna. Listinn er ekki tæmandi heldur er það lagt í hendur þeirra sem tilkynna að meta atvikið útfrá listanum.

Öll tilkynningarskyld flugatvik skulu tilkynnt í gegnum ECCAIRS gagnagrunninn.



Tilkynningarskylt flugatvik eða flugverndaratvik

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa