Athugaðu hvort þú þurfir vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands
Ef þú vilt heimsækja Ísland skemur en 90 daga gætir þú þurft að sækja um vegabréfsáritun. Hér getur þú athugað skref fyrir skref hvort þú þurfir áritun til að ferðast til Íslands eða ekki.
Ísland er aðili að Schengen-samstarfinu
Schengen-samstarfið er samstarf 29 ríkja sem miðar að því að tryggja frjálsa för fólks yfir landamæri aðildarríkjanna.
Samræmd vegabréfsáritun er gefin út af öllum Schengen-ríkjunum og gildir hún til ferða um allt svæðið. Ef þú hefur þegar fengið útgefna Schengen-áritun þarftu ekki að sækja sérstaklega um áritun til að ferðast til Íslands.
Schengen-ríkin eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun