Fara beint í efnið

Sýklalyf og sýklalyfjaónæmi

Aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis

Í apríl 2017 skilaði starfshópur heilbrigðisráðherra greinargerð um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Starfshópurinn lagði fram 10 tillögur sem hann taldi nauðsynlegar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Í febrúar 2019 lýstu ráðherrar heilbrigðis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála því yfir að þessar tillögur mörkuðu opinbera stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Í maí 2019 sendi ríkisstjórn Íslands svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Ísland ætlaði sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og myndi sú barátta byggja á tillögum starfshópsins frá 2017.

Auk þess hófst á árinu 2016 samstarf Norðurlandanna (One Health) sem miðar að því draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería auk samstarfs innan Evrópusambandsins og á alþjóðavísu innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Eftirlit með sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum og bætt notkun lyfjanna gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Enn fremur er mikilvægt að fylgjast með tilvist ónæmra baktería hjá mönnum og dýrum, í matvælum og í umhverfi og hafa tiltækar aðgerðir verið hafnar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis