Fara beint í efnið

Stofna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024

Stofna til meðmælasöfnunar vegna forsetaframboðs

Hér er hægt að stofna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað meðmælasöfnun. Til þess að stofna söfnunina þarf frambjóðandinn að vera íslenskur ríkisborgari og 35 ára á kjördag.

  • Hver frambjóðandi þarf að skila inn 1.500 – 3.000 meðmælum, sem skiptist í hlutfalli við kjósendatölu í hverjum landsfjórðungi. Lögheimili meðmælanda ræður því hvaða landsfjórðungi hann tilheyrir.

  • Þegar meðmælasöfnun hefur verið stofnuð geta meðmælendur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og mælt með framboði. 

  • Í kerfinu verður til hlekkur sem hægt er að afrita og deila og auðvelda þannig kjósendum að mæla með tilteknum frambjóðanda.

  • Þegar frambjóðandi skilar inn tilkynningu um framboð til landskjörstjórnar skal hann geta þess að meðmælum hafi verið safnað rafrænt. Landskjörstjórn fer yfir meðmælin í kerfinu.

  • Óheimilt er að afrita, miðla eða nýta upplýsingar um meðmælendur í nokkrum öðrum tilgangi en að safna þeim til þess að skila inn framboði.

Landskjörstjórn ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem unnið er með í þeim tilgangi að auðkenna frambjóðendur og meðmælendur. Hér má nálgast persónuverndarstefnu landskjörstjórnar.

Þjóðskrá veitir aðstoð við notkun kerfisins á kosningar@skra.is eða í síma 515 5300.

Hér er hægt að mæla þeim frambjóðendum sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Aðeins má mæla með einum frambjóðanda en hægt er að draga meðmælin til baka þangað til framboðsfresti lýkur.

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá