Fara beint í efnið

Stöðugleiki og hallaprófun skipa og báta

Umsókn um samþykkt stöðugleikagagna

Á þessari síðu

Samgöngustofa hefur eftirlit með að skip uppfylli ákvæði um stöðugleika og halla- og hleðsluprófa þarf öll þilfarsskip áður en þau eru skráð í skipaskrá.

Hallaprófun

Hallaprófa þarf öll skip, áður en þau eru skráð í skipaskrá til að ákvarða raunverulega þyngdarmiðju skipsins.

Einnig þarf að hallaprófa skip sem breytingar hafa verið gerðar á.

Í hallaprófun er skipinu hallað með því að færa lóð milli borða og halli skipsins mældur til að ákvarða eiginleika skipsins. Að hallaprófun lokinni þarf að senda til Samgöngustofu

  • skýrslu um prófunina.

  • stöðugleikagögn fyrir skipið.

Opnir bátar minni en 15 metrar

Opna báta minni en 15 metrar má annaðhvort hallaprófa eða veltiprófa. Veltiprófun er framkvæmd á eftirfarandi hátt:

  • landfestar eru hafðar slakar og bátur laus frá bryggju.

  • bátnum er velt borð í borð.

  • þegar velta bátsins er orðin hæfileg (2-6 gráður) er báturinn látinn velta frjáls.

  • heildartíminn sem það tekur bátinn að velta 4 heilar veltur er mældur (ein velta er milli bakborða-stjórnborða-bakborða eða öfugt) og tími einnar veltu í sekúndum er fundinn með því að deila fjölda veltna í heildartímann.

  • sé tími einnar veltu lengri en breidd bátsins er talið tilefni til þess að láta fagaðila kanna stöðugleika bátsins.

Ítarefni um stöðugleika skipa

Beiðni um eftirlit með hallaprófun

Til að hallaprófun sé samþykkt verður sérfræðingur frá skipatæknideild Samgöngustofu að vera viðstaddur.

Kostnaður

Kostnaður vegna yfirferðar á stöðugleikagögnum í samræmi við þjónustugjaldskrá og greiðast af eigendum skipanna. Gjaldtaka miðast við framlagða vinnu við yfirferð.

Lög og reglur
  • Skipalög nr. 66/2021

  • Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994.

  • Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr.122/2004.

  • Reglugerð um farþegaskip í innanlandssiglingum, nr. 666/2001.

Umsókn um samþykkt stöðugleikagagna

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa