Fara beint í efnið

STCW-F Atvinnuskírteini fyrir sjómenn á fiskiskipum, varðskipum eða öðrum skipum

Atvinnuskírteini fyrir fiskiskip og önnur skip, STCW-F

Atvinnuskírteini fyrir sjómenn sem starfa á

  • fiskiskipum

  • varðskipum

  • öðrum skipum sem ekki flokkast sem flutninga- eða farþegaskip

eru gefin út af Samgöngustofu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt STCW-F alþjóðasamþykktinni. 

Umsókn og fylgigögn

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn áður en hún er tekin til afgreiðslu:

  1. Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna (ekki eldra en 6 mánaða).

  2. Nýleg mynd í vegabréfsstærð - stafræn

  3. Rithandarsýnishorn

  4. Staðfesting á greiðslu skírteinis.

  5. Ef siglingatími er erlendis þá þar að skila afriti af sjóferðabók eða vottorði útgerðar.

  6. Afrit af prófskírteini frá skóla (frumútgáfa eða viðbótarnám)

Gögnin skal senda rafrænt sem fylgiskjöl með umsókninni. Einnig er hægt að senda gögn á netfangið sigling@samgongustofa.is eða í pósti merkt Samgöngustofa, Ármúli 2, 108 Reykjavík. 

Afgreiðsla

Samgöngustofa miðar við að afgreiða skírteini innan 12 virkra daga frá því öll gögn og greiðsla hafa borist. Umsækjendur geta óskað eftir því að fá skírteinið póstsent eða sótt það á skrifstofu Samgöngustofu.

Greiðsla 

Gjald fyrir umsókn um útgáfu og/eða endurnýjun atvinnuskírteina fyrir fiskiskip, varðskip og önnur skip (STCW-F) fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu  

Ítarefni og nýlegar breytingar (skipstjórnarréttindi minna en 15 m)

Laga og reglugerðarstoð
  • STCW-F atvinnuskírteini eru gefin út samkvæmt reglugerð nr. 944/2020 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum.  

  • Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022

  • Lög nr. 166/2019,sem breytingar á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Atvinnuskírteini fyrir fiskiskip og önnur skip, STCW-F

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa