Fara beint í efnið

STCW alþjóðasamþykktin

STCW alþjóðasamþykktin snýr að menntun, þjálfun, skírteinum og vaktstöðum sjómanna og hefur Ísland verið aðili að samþykktinni frá árinu 1995

Í samþykktinni er kveðið á um samræmdar kröfur um hæfni skipstjóra, annarra yfirmanna og sjómanna sem standa vaktir um borð í kaupskipum. Jafnframt eru í samþykktinni ákvæði um örugga vaktstöðu yfirmanna um borð í kaupskipum.

Alþjóðasiglingastofnunin IMO gefur út leiðbeiningar til stjórnvalda og menntastofnanna um menntun og þjálfun til að stuðla að samræmi í kröfum sem umsækjendur um skírteini þurfa að uppfylla til að fá útgefið atvinnuskírteini.

Útgáfa skírteina

Samgöngustofa gefur út alþjóðleg atvinnuskírteini - STCW-skírteini og áritanir samkvæmt lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa