Fara beint í efnið

Starfsemi veiðifélaga

Samþykktir veiðifélaga

Til þess að veiðifélag geti skipulagt veiði á tilteknu veiðisvæði þarf félagið að starfa á grundvell samþykkta sem veiðirétthafar setja félaginu og Fiskistofa staðfestir.

Samþykktir veiðifélaga skulu innihalda eftirtalin atriði:

  • nafn félags.

  • heimilisfang og varnarþing.

  • félagssvæði og skulu þar taldar upp allar þær fasteignir eða einstaklingar og lögaðilar sem veiðiréttindi eiga samkvæmt II. kafla laga um lax og silungsveiði.

  • verkefni félagsins.

  • skipun og starfssvið félagsstjórnar.

  • málsmeðferðarreglur, reikninga félags og endurskoðun.

  • skyldu til framlagningar fjárhagsáætlunar fyrir komandi starfsár á aðalfundi félags.

  • upplýsingar um meðferð afla félags eða arðs og greiðslu kostnaðar af starfsemi félags.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa