Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarlæknir við Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.07.2025

Umsóknarfrestur

14.08.2025

Deildarlæknir við Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu

Laust er til umsóknar starf deildarlæknis (almenns læknis, læknis með lækningaleyfi) við Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi. Staðan er til 6 mánaða, með möguleika á framlengingu. Við leitum fyrst og fremst að lækni sem kynni að hafa áhuga á að leggja ónæmisfræði og/eða blóðgjafafræði fyrir sig sem sérgrein. Þetta starf getur líka hentað vel þeim sem hafa áhuga á sérfræðinámi í öðrum sérgreinum, til dæmis öðrum rannsóknasérgreinum, lyflækningum, skurðlækningum eða svæfingalæknisfræði. Þó skal tekið fram að auglýst staða telst hvorki til formlegs sérnáms né sérfræðiréttinda á Íslandi eða í öðrum Evrópuríkjum.

Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónusta Landspítala varð til við sameiningu Blóðbankans og ónæmisfræðideildar Landspítala í eina kjarnaeiningu. Eftir sameininguna starfa á deildinni um hundrað einstaklingar, læknar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, hjúkrunarfræðingar, skrifstofufólk og aðrir. Hin nýja sameinaða deild veitir alhliða blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Starfsandi á deildinni einkennist af metnaði, samvinnu, stuðningi og góðum liðsanda.

Eins og fram hefur komið er á Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu Landspítala rekin alhliða blóðbankaþjónusta, meðal annars innköllun og nýliðun blóðgjafa, blóðsöfnun, blóðhlutavinnsla, stofnfrumuvinnsla, vefjaflokkanir í tengslum við líffæraígræðslur auk annarra þjónusturannsókna. Á ónæmisfræðihluta deildarinnar er veitt sérhæfð þjónusta til að greina ofnæmissjúkdóma, gigtar- og sjálfsónæmissjúkdóma, ónæmisgalla og ýmis konar vanstarfsemi eða ofstarfsemi í ónæmiskerfinu. Nýttar eru fjölbreyttar rannsóknaraðferðir til greiningar og mats starfsemi ónæmiskerfisins. Í tengslum við deildina er rekin sérstök göngudeild á sviði ofnæmis- og ónæmislækninga á Landspítalanum í Fossvogi (á deild A3).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í daglegum störfum lækna við Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu Landspítala. Þar með talið er yfirferð á rannsóknaniðurstöðum, túlkun, útsvörun og ráðgjöf til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna

  • Vísindastarf og vinna við eigið rannsóknarverkefni

  • Þátttaka í bakvöktum lækna, að afloknum viðeigandi þjálfunartíma

  • Þátttaka í kennslu og fræðslustarfi eftir því sem við á

  • Þátttaka þróunar- og gæðaverkefnum eftir því sem við á

Hæfniskröfur

  • Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi, sem samþykkt hefur verið af kennsluráði sérnámsgrunns, við upphaf starfs

  • Íslenskt lækningaleyfi

  • Góð færni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Öguð og nákvæm vinnubrögð

  • Að lágmarki B2 tungumálafærni í íslensku, nema um annað hafi verið samið sérstaklega

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:

  • Fyrri störf, menntun og hæfni

  • Félagsstörf

  • Mögulega umsagnaraðila

Nauðsynleg fylgiskjöl:

  • Starfsferilsskrá

  • Vottað afrit af prófskírteini og starfsleyfi

  • Staðfesting um lok sérnámsgrunns eða áætluð lok ef því er ekki nú þegar lokið. Læknar sem lokið hafa námi erlendis og ætla að fá sérnámsgrunn metinn þurfa að senda erindi á kennsluráð sérnámsgrunns á Íslandi (sendist á formann kennsluráðsins, Ingu Sif Ólafsdóttur, ingasif@landspitali.is) og fá staðfestingu þess efnis að þeirra nám sé sambærilegt íslenska sérnámsgrunnsárinu.

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Tungumálahæfni: Íslenska 4/5

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, læknir með lækningaleyfi, læknir

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2025

Nánari upplýsingar veitir

Þorbjörn Jónsson, thorbjor@landspitali.is

Sími: 543-5810

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Deildarlæknir við Blóðbanka- og ónæmisfræðiþjónustu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

16.07.2025

Umsóknarfrestur

14.08.2025