
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar
Upplýsingar um starf
Starf
Leiðandi sérfræðingur á Heilbrigðisþjónustusviði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
13.06.2025
Umsóknarfrestur
03.07.2025
Leiðandi sérfræðingur á Heilbrigðisþjónustusviði
Vilt þú vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú tekur þátt í að þróa og efla íslenska heilbrigðisþjónustu?
Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað, fagmennsku og liðsheild. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.
Sjúkratryggingar auglýsa starf leiðandi sérfræðings á Heilbrigðisþjónustusviði. Heilbrigðisþjónustusvið sér um framkvæmd samninga vegna heilbrigðisþjónustu, s.s. vegna þjónustu sjúkrastofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, sjúkraflutninga o.fl. Í undirbúningi eru stór og mikilvæg verkefni tengd þróun heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. þarfa- og kostnaðargreiningar vegna lykilsamninga sem Sjúkratryggingar gera.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn verkefnastjórnun
Úttektir og skýrslugerð vegna framkvæmda samninga
Þátttaka í þarfa- og kostnaðargreiningu heilbrigðisþjónustu
Þátttaka í mótun stafrænnar þjónustu
Samstarf við aðrar stofnanir og veitendur heilbrigðisþjónustu
Leiðbeiningar og ráðgjöf til starfsfólks og viðskiptavina
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði hagfræði, heilsuhagfræði, verkfræði eða viðskiptafræði er kostur
Reynsla af eða þekking á heilbrigðismálum er kostur
Reynsla af stjórnun/umsjón verkefna er æskileg
Reynsla af gagnavinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga er æskileg
Reynsla af vinnu með gervigreind er æskileg
Mjög gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli
Lipurð í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
Frumkvæði, metnaður og vönduð vinnubrögð
Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og sérstakt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1.september 2025. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið.
Sótt er um starfið á Starfatorgi ríkisins á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.sjukra.is.
Það kemur til greina að ráða fleiri en einn umsækjanda
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2025
Nánari upplýsingar veitir
Berglind Rós Guðmundsdóttir
Sími: 515-0000
Margrét Helga Ívarsdóttir, margret.ivarsdottir@sjukra.is
Sími: 515-0000

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar
Upplýsingar um starf
Starf
Leiðandi sérfræðingur á Heilbrigðisþjónustusviði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
13.06.2025
Umsóknarfrestur
03.07.2025