
Þjónustuaðili
Flensborgarskóli
Upplýsingar um starf
Starf
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði leitar að eðlisfræðikennara
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
25.04.2025
Umsóknarfrestur
12.05.2025
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði leitar að eðlisfræðikennara
Flensborgarskólinn auglýsir stöðu framhaldsskólakennara í eðlisfræði lausa til umsóknar.
Við leitum að öflugum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni við að stuðla að metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi í samhentu teymi raungreinakennara.
Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að annast og bera ábyrgð á kennslu í sínu fagi, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi ásamt gerð kennsluáætlana og prófa.
Hæfniskröfur
Menntun og hæfni til kennslu í eðlisfræði á framhaldsskólastigi sem fullnægir kröfum laga nr. 95/2019
Reynsla af kennslu eða vinnu með ungu fólki
Faglegur metnaður, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
Frumkvæði í starfi og jákvætt hugarfar
Áreiðanleiki og stundvísi
Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Góð tölvufærni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Flensborgarskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli í Hafnarfirði og leggur áherslu á framsækni í námi, farsæld nemenda og starfsþróun kennara. Á heimasíðu skólans er að finna ýmsar upplýsingar um helstu áherslur og stefnu skólans, www.flensborg.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi, afrit af prófskírteinum og námsferlum auk leyfisbréfs.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 12.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, erla@flensborg.is
Sími: 5650400
Júlía Jörgensen, julia@flensborg.is
Sími: 5650400

Þjónustuaðili
Flensborgarskóli
Upplýsingar um starf
Starf
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði leitar að eðlisfræðikennara
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
25.04.2025
Umsóknarfrestur
12.05.2025