Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Þjóðskjala­safn Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

24.01.2025

Umsóknarfrestur

11.02.2025

Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og öryggismála. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan aðila hjá stofnun sem er leiðandi í opinberri skjalavörslu og skjalastjórn. Í starfinu felst umsjón með húsnæði safnsins, skrifstofuhúsnæði, varðveisluhúsnæði og rekstri þess, ásamt öryggismálum. Safnið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum í borginni.

Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki framkvæmdaaðila opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og er opinbert skjalasafn. Nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni. Starfið tilheyrir rekstrarskrifstofu safnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg umsjón og eftirlit með húsnæði og öryggismálum safnsins.

  • Umsjón með góðri umgengni og skipulagi starfsstöðva og varðveisluhúsnæðis.

  • Umsjón með aðgengismálum og umhverfismálum og er tengiliður við samstarfsaðila.

  • Áætlanir og umsjón með viðhaldi og rekstri húsa, í samráði við sviðsstjóra og FSRE og er tengiliður við samstarfsaðila.

  • Innkaup á búnaði, tækjum og viðhaldsvörum, í samráði við sviðsstjóra rekstrar.

  • Umsjón með ræstingum og sorphirðu og er tengiliður við verktaka.

  • Umsjón með umhirðu á lóð, snjómokstri og hálkuvörnum og er tengiliður við verktaka.

  • Mótun innanhússferla og stefnu í málaflokknum.

  • Öryggisvörður stofnunar.

Hæfniskröfur

  • Iðnmenntun, tæknimenntun eða sambærilegt sem nýtist í starfi er skilyrði.

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.

  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, samskiptahæfni og þjónustulund nauðsynleg i starfi.

  • Bílpróf skilyrði, meirapróf og lyftarapróf er kostur.

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti er áskilin.

  • Þekking á algengum notendahugbúnaði (Outlook, Word, Excel).

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Þjóðskjalasafns Íslands við ráðningu í starfið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Þjóðskjalasafns: skjalasafn.is.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 11.02.2025

Nánari upplýsingar veitir

Ólöf Jóna Tryggvadóttir, olof.j.tryggvadottir@skjalasafn.is

Sími: 5903300

Þuríður Árnadóttir, thuridur.arnadottir@skjalasafn.is

Sími: 8632236

Þjónustuaðili

Þjóðskjala­safn Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

24.01.2025

Umsóknarfrestur

11.02.2025