Fara beint í efnið

Smáskipanám (undir 15 m. og 750 kW)

Skipstjórn á smáskipum

Sá sem lokið hefur smáskipanámi til skipstjórnar á skipum 15 metrar og styttri hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum 15 metrar og styttri að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma enda hafi hann lokið öryggisfræðslunámi smáskipa hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila og viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp (Smáskipaskírteini: SS15). 

Smáskipanámskeið í skipstjórn á skipum 15 metrar og styttri stendur til boða í eftirfarandi mennta og fræðslustofnunum. 

Vélstjórn á smáskipum

Sá sem lokið hefur smáskipavélavarðarnámi eða sveinsprófi í vélvirkjun hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem smáskipavélavörður á skipum 15 metrar og styttri að skráningarlengd í strandsiglingum og með vélarafl 750 kW eða minna, enda hafi hann lokið öryggisfræðslunámi smáskipa hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila og viðurkenndu námskeiði í skyndihjálp (Skírteini: SSV). 

Smáskipavélavarðarnám á skip 15 metrar og styttri og með vélarafl 750 kW eða minna stendur til boða í eftirfarandi mennta og fræðslustofnunum. 

Uppfærsla á smáskiparéttindum úr 12 m í 15 m

Með nýrri heildarreglugerð nr. 944/2020 var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri, í stað 12 metra áður. Þeir sem hafa lokið skipstjóranrnámi minna en 12 metrar og þeir sem eru handhafar slíkra réttinda geta uppfært réttindi sín með því að ljúka sérstöku viðbótarnámskeiði. Hægt er að ljúka viðbótarnámskeiði hjá eftirfarandi aðilum:



Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa