Fara beint í efnið

Tilkynning á ábyrgðarmanni geislatækja eða geislavirkra efna

Tilnefna þarf ábyrgðarmann og fá hann samþykktan áður en leyfi vegna geislatæka eða geislavirkra efna eru veitt.

Einnig þarf að tilnefna nýjan ábyrgðarmann ef starfandi ábyrgðarmaður hættir.

Kröfur

Almennt er miðað við að ábyrgðarmenn hafi fræðilega þekkingu á og þjálfun til að nota búnaðinn sem þeir eru ábyrgir fyrir.

Gera má undantekningu frá þessu ef sýnt er fram á fullnægjandi þekkingu og þjálfun þeirra sem stýra búnaði að staðaldri.

Námskeið

Geislavarnir halda reglulega námskeið fyrir ábyrgðarmenn.

Gjöld

Ef nýr ábyrgðarmaður er tilnefndur vegna fyrirtækis sem að er nýtt þá er innheimt vegna nýrra leyfa.

Ef verið er að skipta um ábyrgðarmann þá er innheimt vegna leyfa sem þarf að uppfæra og gefa út að nýju þegar skipt er um ábyrgðarmann.

Sjá gjaldskrá

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169