Fara beint í efnið

Ökuritakort

Umsókn um ökumannskort og endurnýjun

Framleiðsla ökuritakorta fer fram erlendis og mun flytjast á milli landa 19. september. Af þeim sökum mun ekki verða hægt að framleiða kort í 4-6 vikur og er bið eftir korti því lengri en ella.
Umsækjendur fá staðfestingu á pöntun senda eftir að þeir hafa sótt um ökuritakort.

Að þessum sökum hefur lögregla heimilað að þeir sem hafa sótt um ökuritakort og eru að bíða eftir framleiðslu megi keyra án korts. Þeir þurfa að framvísa staðfestingu á pöntun og prenta út úr ökuritanum við upphaf og lok aksturs og skrifa nafn og kt. aftan á strimilinn og varðveita þá.

Rafrænir ökuritar eru litlar tölvur sem komið er fyrir í bílum, sem skrá aksturs og hvíldartíma bílstjóra á ökuritakort. Markmiðið er að skapa betra starfsumhverfi fyrir atvinnubílstjóra með því að passa upp á aksturs og hvíldartíma þeirra og bæta öryggi á vegum úti.

  • Hver bílstjóri hefur sitt eigið ökumannskort sem sett er í ökuritann við akstur.

  • Ökuritinn skráir hvenær bílstjóri ók, hvaða bíl og hvort lögboðnar hvíldir hafi verið teknar.

Gerðir ökuritakorta

Til eru fjórar mismunandi gerðir af ökuritakortum

Notkun ökuritakorts

Skylt er að ökumenn geymi kortið og hafi það í ökuritanum við akstur. Ekki er hægt að fjarlægja kortið á meðan á akstri stendur. Ökuritinn sjálfur geymir hraðaferil í 24 tíma og um eitt ár af akstursgögnum og því er akstur manna tvískráður.

Umsóknarferli

Sækja þarf um ökumannskort til Samgöngustofu. Umsækjandi þarf að vera með

  • gilt ökuskírteini frá ríki innan EES

  • ökuréttindi í gildi í flokkum C1, C, D1, eða D-flokki.

  • skráð lögheimili á Íslandi

Fylgigögn

Ef sótt er um ökumannskort með því að fylla út umsókn á pappír

  • Ljósrit eða mynd af báðum hliðum ökuskírteinis

  • Mynd af umsækjanda (nýleg og skýr andlitsmynd með hlutlausum bakgrunni)

Kostnaður

  • Greiða þarf 19.653 krónur sé kortið sótt til Samgöngustofu

  • Greiða þarf 20.936 krónur vilji umsækjandi fá kortið sent í ábyrgðarpósti

Framleiðsla

  • Tímabundið getur framleiðsla ökuritakorts tekið 4-6 vikur vegna flutning á framleiðslunni milli landa.

Umsókn um ökumannskort og endurnýjun

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa