Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Ný skoðunarhandbók ökutækja tók gildi þann 1. mars 2023. Handbókin er að langstærstu leyti sambærileg þeirri eldri hvað varðar skoðunaratriði, skoðunaraðferðir, tækjabúnað og dæmingar. Þó má finna áherslubreytingar, ný skoðunaratriði og nýja uppsetningu. Nokkuð er um vísanir í skráningareglur ökutækja.

Skoðunarhandbókin skiptist í nokkra hluta sem innihalda lýsingu á skoðunarkerfinu, verklagsbækur, samantektir og leiðbeiningar. Í skráningareglum má svo finna frekari stuðning við skoðanir í tengslum við skráningu og breytingar ökutækja.

Fjöldi atriða er skoðaður í reglubundum skoðunum, bæði ástand ökutækisins og tæknilegt samræmi við kröfur um gerð og búnað ökutækja. Sem dæmi má nefna að farið er yfir verksmiðjunúmer ökutækisins og stöðu ökumælis, útblástursmengun mæld, ljós skoðuð og ljósabúnaður, hjólbarðar (vetrardekk og nagladekk), metankerfi og gasbúnaður, dráttarbeisli og dráttargeta, slökkvitæki, undirakstursvörn, hraðatakmarkari, hættulegur farmur (ADR), hjólastilling (óeðlileg hjólastaða getur kallað á hjólastöðuvottorð) og miklu fleira.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa