Fara beint í efnið

Skoðun á íslensku ökutæki erlendis

Skoðun á íslensku ökutæki erlendis

Ökutæki sem skráð er hér á Íslandi en er í notkun erlendis má færa til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunarstöð innan EES. Aðeins eru skoðanir sem lýkur án athugasemda teknar gildar í þessum tilvikum.

Með umsókn þarf að fylgja

  • afrit af erlenda skoðunarvottorðinu

  • fram þarf að koma að skoðunin hafi verið framkvæmd í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins númer 2014/45.

Sé umsókn samþykkt fær eigandi senda nýja skoðunarmiða sem hann límir sjálfur á skráningarmerki ökutækisins.

Kostnaður við skráningu á erlendri skoðun í ökutækjaskrá er 1.151 króna.

Skoðun á íslensku ökutæki erlendis

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa