Fara beint í efnið

Skoðanir skipa í atvinnurekstri

Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Tegundir skoðana

Árlegar skoðanir

Skip skulu sæta skoðunum árlega sem skiptast í

  • Búnaðarskoðun - öryggisbúnaður og annar búnaður um borð skoðaður

  • Fjarskiptaskoðun - fjarskiptabúnaður og rafkerfi tengt fjarskiptum skoðuð

  • Bolskoðun (ofan sjólínu) - ástand á bol skipsins skoðað

  • Vél- og rafmagnsskoðun - Skoðun á vél og rafkerfi skipsins

  • Kranaskoðun - Skoðun og prófun á krana til að athuga hvort að virkni hans sé rétt, en kraninn skal einnig álagsprófaður reglubundið.

Botnskoðun

  • Botnskoðun tréskipa – tréskip skulu botnskoðuð árlega (neðan sjólínu) með skipið á þurru

  • Botnsskoðun – að minnsta kosti tvær botnskoðanir (neðan sjólínu) skulu framkvæmdar með skipið á þurru yfir 5 ára skoðunarhring, en mest mega líða 36 mánuðir milli skoðana.

  • Farþegaskip sem eru 24 metrar og lengri – botn þessara farþegaskipa skal skoðaður árlega. Að minnsta kosti tvær botnskoðanir skulu framkvæmdar á þurru, en aðrar skoðanir má framkvæma með viðurkenndum kafara.

Skoðanir á 5 ára fresti

  • Öxul og stýrisskoðun - Öxull og stýrisbúnaður skipsins skoðaður

Aðrar skoðanir

Skip getur þurft að sæta öðrum skoðunum eftir stærð og gerð, s.s. skoðanir tengt mengun frá skipum (MARPOL samningurinn).

Laga og reglugerðastoð

Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa

Tengt efni