Fara beint í efnið

Skoðanir skipa í atvinnurekstri

Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Á þessari síðu

Skoðunarfyrirkomulag

Skoðunarhringur

Yfir 5 ára tímabil skulu skip skoðast tilteknum fjölda skoðana. Þetta 5 ára tímabil kallast skoðunarhringur (5 ára skoðunarhringur). Skoðanirnar verða mis stórar eftir því hvar skipið er statt í skoðunarhringnum.

  • Endurnýjunarskoðun (R) - Stærsta skoðunin er í upphafi skoðunarhrings og er þá talað um endurnýjunarskoðun (R).

  • Milliskoðun (I) - Næst stærst er milliskoðunin (I) en hún fer fram á ári 2 eða 3.

  • Árlega skoðunin (A) - fer fram á ári 2 og 4. Skoðunarhringur skipa er alþjóðlegt skoðunarfyrirkomulag eins og því er lýst í reglugerð nr. 466/2023 um skoðanir skipa.

  • Upphaf skoðunarhrings, er þegar skoðunarhringur byrjar og allar skoðanir hafa verið framkvæmdar.

  • Lok skoðunarhrings, er þegar núverandi skoðunarhring lýkur og nýr skoðunarhringur byrjar (afmælisdagsetning).

Afmælisdagsetning og skoðunargluggi

Afmælisdagsetningin segir til um hvenær skoðanir skulu fara fram ár hvert og er sú dagsetning og ár þegar skoðunarhringnum lýkur.

Við gangsetningu á nýrri skipaskrá og lögskráningarkerfi (Skútan) 15. maí 2023, var afmælisdagasetning skipa miðuð við síðustu öxulskoðun.

Skoðunarglugginn er það svigrúm, sem gefst til að framkvæma skoðun ár hvert. Skoðunarglugginn er venjulegast +/- 3 mánuðir miðað við afmælisdagsetninguna. Þetta þýðir að venjulegast hefur útgerð 6 mánaða „glugga“ til að framkvæma skoðanir. Fyrir farþegaskip er skoðunarglugginn 3 mánuðir en það er það svigrúm sem útgerð hefur til að láta framkvæma skoðanir.

Dæmi um skoðunarfyrirkomulag hjá skipi:

Afmælisdagsetningin er 1. maí með upphaf skoðunarhrings er árið 2021, en lok skoðunarhrings er 2026. Fyrir +/- 3 mánaða skoðunarglugga þá skulu skoðanir fara fram ár hvert frá 1. febrúar til 1. ágúst.

Nánari útskýringar og myndræna framsetningu af skoðunarfyrirkomulaginu (skoðunarhringur, afmælisdagsetning og skoðunarglugga) má sjá í kynningarefni í pdf viðhengi .

Laga og reglugerðastoð



Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa

Tengt efni