Fara beint í efnið

Skírteini á létt loftför

Skírteini á létt loftför

Til að fá útgefið skírteini á létt loftför (LAPL) þarf að ljúka bóklegu og verklegu námi hjá flugskóla sem hefur heimild til þjálfun nemenda á létt loftför

Skírteini á létt loftför (LAPL) fyrir flugvélar eða svifflugur er kostur fyrir þá sem eingöngu hafa áhuga á að stunda einkaflug á smærri vélum og valkostur fyrir þá sem ekki uppfylla skilyrði fyrir útgáfu 2. flokks heilbrigðisvottorðs (skilyrði fyrir útgáfu LAPL heilbrigðisvottorðs eru vægari).

LAPL skírteinið

  • uppfyllir ekki að öllu leyti kröfur Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO)

  • gildir ekki utan Evrópu

  • Fyrir þyrlur og flugvélar takmarkast réttindi við loftför undir 2000 kg.

  • takmarkast við að hámarki þrjá farþega (fjórir um borð með flugmanni).

Kröfur til útgáfu LAPL skírteinis fyrir þyrlur og flugvélar eru að mestu þær sömu og fyrir einkaflugmannsskírteini á sömu gerð loftfars nema verklegi hluti námsins er styttri.

Skírteini á létt loftför

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa