Fara beint í efnið

Skila uppgjöri einstaklings í persónukjöri

Skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar

Upplýsingaskylda vegna persónukjörs

Frambjóðendur í persónukjöri ber að skila ríkisendurskoðanda uppgjöri um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu eigi síðar en þremur mánuðum frá því að kosning fór fram. Uppgjör frambjóðanda skal vera áritað af endurskoðanda eða bókhaldsfróðum skoðunarmanni.

Kosningarnar sem falla þar undir eru:
  • Forsetakosningar

  • Kosningar til Alþingis

  • Kosningar til sveitarstjórnar

  • Prófkjör stjórnmálasamtaka

Frambjóðendur sem hafa minni heildartekjur eða heildarkostnað við kosningabaráttu en sem nemur 550.000 krónum þurfa ekki að skila ríkisendurskoðanda uppgjöri heldur nægir þeim að skila yfirlýsingu um að kostnaður hafi verið undir fyrrnefndu marki. Yfirlýsingin er hluti af innsendingarferlinu að ofan.

Frambjóðendum í persónukjöri er óheimilt að taka við hærra framlagi frá lögaðila eða einstaklingi en sem nemur 400.000 krónum. Í uppgjöri frambjóðenda skal tilgreina nöfn allra lögaðila sem veitt hafa framlög sem og nöfn þeirra einstaklinga sem veitt hafa framlög