Fara beint í efnið

Skemmtibátaskoðun - Aðalskoðun

Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Til að stuðla að öryggi skemmtibáta, hvað varðar haffærni þeirra, búnað og siglingu, ber að skoða þá reglulega. Skoðanir skiptast í:

  • Reglubundin aðalskoðun

Fara þarf með skemmtibát í reglubundna aðalskoðun fimmta hvert ár hjá viðurkenndum skoðunaraðila. Finna má lista yfir viðurkennda skoðunaraðila inná skoðunarstofur.

  • Árleg milliskoðun

Árlega þarf að láta milliskoða bátin af viðurkenndum skoðunaraðila. Eiganda skemmtibáts sem er styttri en 15 metra er heimilt að annast sjálfur milliskoðun á eigin skemmtibát, sé hann ekki notaður eða ætlaður til útleigu. Hægt er að nálgast upplýsingar um árlega milliskoðun skemmtibáta inná síðunni Eiginskoðun skemmtibáta.

Framkvæmd

Allar skoðanir þarf að framkvæma samkvæmt handbókum, skoðunarskýrslum og fyrirmælum Samgöngustofu um skoðanir skemmtibáta, og skoðun öryggisbúnaðar í samræmi við reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmti- báta, nr. 377/2007.

Beiðni um skoðun á skipi og búnaði

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa