Fara beint í efnið

Skattþrep tekjuskatts

Staðgreiðsluskattur sem dregin er af launum er í þrem skattþrepum. Einstaklingar með greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gera ráðstafanir til þess að rétt hlutfall skatts sé dregið af launum þeirra og forðast þannig skattskuld við álagningu.

Staðgreiðsluhlutfallið fyrir 2024 er eftirfarandi:

Skattþrep

Tekjubil

Hlutfall

Skattþrep 1

Af tekjum 0 – 446.136 kr.

31,48% 

Skattþrep 2

Af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr.

37,98% 

Skattþrep 3

Af tekjum yfir 1.252.501 kr.

46,28% 

Ábyrgð á réttum upplýsingum

Það er ábyrgð hvers og eins að gefa sínum launagreiðanda réttar upplýsingar til að tryggja að rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af laununum og að nýting persónuafsláttar sé með réttum hætti.

Fari mánaðarlaun yfir 446.136 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum í næsta skattþrepi fyrir ofan. Fari mánaðarlaun yfir 1.252.501 kr. þarf að reikna staðgreiðslu af þeim hluta sem fer yfir það mark í þrepi þrjú.

Tökum dæmi:

Þjónustuaðili

Skatt­urinn