Fara beint í efnið

Virðisaukaskattur og vörugjöld á vöru og þjónustu – almennar upplýsingar

Það eru ýmis gjöld og skattar sem leggjast á vöru og þjónustu. Þeir helstu eru virðisaukaskattur og vörugjöld.

Virðisaukaskattur

Virðisaukaskattur er almennur neysluskattur og leggst á öll viðskipti innanlands. Hann er einnig lagður á innflutta vöru og þjónustu.

Þrep virðisaukaskatts eru tvö, 11% og 24%.

Almennt er virðisaukaskatturinn 24%.

Eftirfarandi vara og þjónusta ber þó 11% virðisaukaskatt:

 • Fólksflutningar sem ekki eru undanþegnir virðisaukaskatti. 

 • Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.

 • Þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga við milligöngu um sölu eða afhendingu þjónustu sem fellur undir lægra þrep virðisaukaskatts eða þjónustu sem undanþegin er virðisaukaskatti.

 • Áskriftargjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva.

 • Sala tímarita, dagblaða, landsmála- og héraðsfréttablaða á prentuðu og á rafrænu formi.

 • Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka.

 • Sala geisladiska og annarra sambærilegra miðla með bókartexta sem og sala á rafrænum útgáfum af slíkum bókum.

 • Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.

 • Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis eins og skilgreint er í viðauka við lög um virðisaukaskatt, þ.m.t. sala á áfengi.

 • Aðgangur að vegamannvirkjum.

 • Geisladiskar, hljómplötur, segulbönd og aðrir sambærilegir miðlar með tónlist en ekki með mynd. Það sama á við um sölu á rafrænni útgáfu á tónlist án myndar.

 • Smokkar.

 • Sala á margnota og einnota bleium, ásamt bleiufóðri, sem falla undir tiltekið tollskrárnúmer. Barnableiur og laust bleiufóður, sem falla undir tiltekið tollskrárnúmer.

 • Aðgangseyrir að baðhúsum, baðstöðum, gufubaðstofum og heilsulindum sem ekki er undanþeginn virðisaukaskatti.

 • Ferðaleiðsögn.

Undanþegin virðisaukaskatti eru:

 • Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, lækningar, tannlækningar, önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar.

 • Félagsleg þjónusta, t.a.m. rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila, upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.

 • Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.

 • Starfsemi safna, hliðstæð menningarstarfsemi, aðgangseyrir að tónleikum, listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, ef samkomurnar tengjast ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.

 • Íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum, aðgangseyrir og þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna sem og aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum.

 • Almenningssamgöngur, skipulögð ferðaþjónusta fatlaðs fólks, skipulagðir fólksflutningar skólabarna, akstur leigubifreiða.

 • Farangur farþega og flutningur ökutækja sem er í beinum tengslum við flutning farþega sem er undanþeginn virðisaukaskatti.

 • Póstþjónusta og viðtaka og dreifing á öðrum árituðum bréfapóstsendingum.

 • Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða.

 • Útleiga hótel- og gistiherbergja.

 • Vátryggingarstarfsemi.

 • Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.

 • Happdrætti og getraunastarfsemi.

 • Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samninga hugverka og sambærileg liststarfsemi.

 • Útfararþjónusta og prestþjónusta hvers konar.

 • Góðgerðarstarfsemi, út frá ákveðnum skilyrðum, ef hagnaður af starfseminni rennur að öllu leyti til líknarmála.

 • Frumsala tilefnismyntar sem gefin er út af Seðlabanka Íslands að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Rafræn skil virðisaukaskatts
Rafræn samskipti við skattyfirvöld
Um virðisaukaskatt, rsk.is

Vörugjöld

 • Greiða þarf áfengisgjald af neysluhæfu áfengi sem flutt er til landsins eða framleitt hér á landi, hvort sem það er ætlað til sölu eða eigin nota.

 • Við innflutning ökutækja leggjast á vörugjöld eftir skráðri koltvísýringslosun.

Reiknivél Tollstjóra

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Skatt­urinn