Fara beint í efnið

Sérstök starfræksla loftfara (SPO)

Yfirlýsing um sérstaka starfrækslu (SPO)

Sérstök starfræksla loftfara (SPO) gildir um alla starfrækslu þar sem loftfar er notað fyrir sérstaka starfsemi eins og

  • landbúnað

  • byggingastarfsemi

  • ljósmyndun

  • landmælingar

  • athuganir

  • eftirlit úr lofti

  • auglýsingaflug

  • listflug

  • fallhlífastökk

  • dráttur á svifflugum

  • reynsluflug vegna viðhalds

  • fleira...

Leyfi

  • Sérstök starfræksla er almennt ekki leyfisskyld, en fylla þarf út yfirlýsingu og senda til Samgöngustofu. Þegar staðfesting á móttöku yfirlýsingarinnar hefur borist er hægt að hefja starfsemina.

  • Undanskilin þessu er áhættusöm sérstök starfræksla (high risk SPO) sem krefst sérstakrar heimildar frá Samgöngustofu.

Nánari upplýsingar

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um sérstaka starfrækslu á vefsíðu EASA

Lög og reglur
  • Aðeins má stunda sérstaka starfrækslu á flugvélum sem falla undir reglugerð (ESB) nr. 2018/1139.

  • Í viðauka VIII við reglugerð (ESB) nr. 965/2012 (Part-SPO) eru þau ákvæði er eiga við um sérstaka starfrækslu loftfara í ábataskyni, sem og sérstaka starfrækslu flókinna loftfara sem er ekki í ábataskyni.

  • Heimilt er að stunda sérstaka starfrækslu sem er ekki í ábataskyni á einföldum loftförum í samræmi við ákvæði viðauka VII (Part-NCO).

  • Upplýsingar um kröfur til flugrekenda sem hyggjast stunda sérstaka starfrækslu má finna í Annex III við sömu reglugerð, Part-ORO (ORO.GEN, ORO.DEC, ORO.SPO).

Yfirlýsing um sérstaka starfrækslu (SPO)

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa