Fara beint í efnið

Sækja um leyfi til notkunar öflugs leysis, leysibendis eða IPL-tækis

Umsókn um leyfi til notkunar öflugs leysis eða IPL-tækis

Stofnunin ábyrgist ekki afgreiðslu umsókna sem berast innan tveggja sólarhringa frá viðburði sem sótt er um leyfi fyrir, sérstaklega ef gögn með leyfisumsókn eru ófullnægjandi.

Samkvæmt 2. grein gjaldskrár Geislavarna ríkisins, skulu Geislavarnir ríkisins innheimta gjald vegna mats á umsóknum um leyfi til notkunar leysa og leysibenda.

Gjaldið greiðist inn á bankareikning stofnunarinnar.
Reikningsnúmer: 0303-26-9118,
kennitala: 540286-1169. 

Athugið að ekki verður lagt mat á umsókn fyrr en gjald hefur borist inn á bankareikning stofnunarinnar. 

Sjá nánar reglugerð nr. 171/2021

Umsóknarform vegna öflugra leysa og IPL-tækja

Um eiganda / umsækjanda

Umsóknargjald greitt

Um leysinn eða IPL-tækið

Umsjónarmaður með notkun

Áður en veitt er leyfi til notkunar skv. 8. gr. skal umsækjandi láta útbúa skriflegar öryggisreglur. Einnig skal hann skipa umsjónarmann með búnaðinum og verður skipan hans að hljóta samþykki Geislavarna ríkisins.

Sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 171/2021 um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja. Leyfishafi skal hafa fullnægjandi þekkingu á þeim búnaði sem um er að ræða hverju sinni og þeim öryggisráðstöfunum sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja öryggi starfsmanna og áhorfenda, sbr. staðal IEC/TR 60825; Safety of laser products - Part 8: Guidelines for the safe use of laser beams on humans. Leyfishafi ber ábyrgð á því að öllum öryggisreglum, er lúta að notkun búnaðarins, sé fylgt.

Teikningar af svæðinu

Teikning þarf að sýna svæðið þar sem staðsetning leysis og allra hluta sem geta haft áhrif á stefnu geislans, t.d. við endurkast, koma fram.

Skriflegar öryggisreglur

Valfrjáls viðhengi

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169