Fara beint í efnið

Sækja um leyfi til notkunar öflugs leysis, leysibendis eða IPL-tækis

Umsóknarferli

Innflutningsaðili, eigandi eða notandi öflugs leysis, leysibendis eða IPL-tækis sækir um leyfi til notkunar.

Til þess að fá leyfi til notkunar á öflugum leysi, leysibendi eða IPL-tæki þarf meðal annars að:

  • tilnefna leyfishafa sem hefur fullnægjandi þekkingu á búnaðnum og nauðsynlegum öryggisráðstöfunum,

  • greiða umsóknargjald inn á bankareikning Geislavörnum ríkisins

Umsókn

Til þess að fylla út umsókn þarft þú að hafa tiltækar upplýsingar um:

  • nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang eiganda

  • umsækjanda ef annar en eigandi,

  • leysinn eða IPL-tækið, þ.e. gerð og tegund, lit, afl og flokkun,

  • nákvæma lýsingu á væntanlegri notkun,

  • afhverju leysir af flokki 2 gæti ekki verið notaður í staðinn,

  • þann búnaði sem notaður er til að stýra, dreifa og með öðrum hætti hefur áhrif á geislann,

  • leyfishafa á notkuninni: nafn, kennitala, símanúmer og netfang

  • þekkingu leyfishafa á leysum og nauðsynlegum öryggisráðstöfunum við notkun þeirra

Fylgigögn

Þegar við á þarf að senda inn

  • Skriflegar öryggisreglur

  • Teikningar af svæðinu þar sem notkunin fer fram þar sem staðsetning leysis og allra hluta sem geta haft áhrif á stefnu geislan

Vinnslutími umsóknar

Vænta má þess að leyfi sé gefið út innan tveggja vikna frá því að öll nauðsynleg gögn hafa borist stofnuninni.

Oft þarf að kalla eftir viðbótargögnum og er það gert með tölvupósti til þess sem sendir umsókn.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169