Hækkun á lágmarksgreiðslum í fæðingarorlofi og sorgarleyfi
11. júlí 2025
Hækkun á lágmarksgreiðslum í fæðingarorlofi og sorgarleyfi

Þann 2. júlí sl. undirritaði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra tvær reglugerðir um hækkanir á lágmarksgreiðslum í fæðingarorlof og sorgarleyfi. Breytingarnar eiga við um alla foreldra sem eiga ónýttan rétt innan fæðingarorlofskerfisins 1. júlí 2025 óháð því hvenær börn fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur. Greiðslur samkvæmt nýjum fjárhæðum koma til framkvæmda um mánaðamótin júlí/ágúst.
Lágmarksgreiðsla fyrir 25-49% starfshlutfall verður 197.441 kr. á mánuði.
Lágmarksgreiðsla fyrir 50-100% starfshlutfall verður 262.061 kr. á mánuði.
Fæðingarstyrkur utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli verður 131.260 kr. á mánuði.
Fæðingarstyrkur í fullu námi verður 262.061 kr. á mánuði.