Breytingar á lögum um sorgarleyfi
12. júní 2025
Þann 6.júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um sorgarleyfi. Frá og með 1. janúar 2026 getur foreldri sem missir maka og á barn yngra en 18 ára átt rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að 24 mánuði frá því að atburður átti sér stað.
Þann 6.júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um sorgarleyfi. Frá og með 1. janúar 2026 getur foreldri sem missir maka og á barn yngra en 18 ára átt rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að 24 mánuði frá því að atburður átti sér stað.
Einnig fela breytingar á lögunum í sér að foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað en áður var tímabilið tveir mánuðir og sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu en áður var tímabilið þrír mánuðir. Þessar breytingar hafa tekið gildi og því kunna foreldrar að eiga rétt til lengra leyfis þar sem heimilt er að taka fyrrgreindan rétt í 24 mánuði frá atburðardegi.