Fara beint í efnið

Forskráning og netspjall fyrir fólk frá Úkraínu

5. apríl 2022

Fólk á flótta frá Úkraínu sem vill fá vernd á Íslandi getur nú forskráð sig á fyrir komuna til landsins.

firstmed

Forskráningin flýtir fyrir skráningu og afgreiðslu umsókna um vernd og úthlutun íslenskrar kennitölu auk þess að tryggja að umsækjendur fái sem fyrst aðgang að lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg fyrir þá.

Um er að ræða samstarfsverkefni landlæknisembættisins, ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár sem unnið hefur verið með aðstoð Advania og Origo.

Samhliða þessu hefur Útlendingastofnun sett í loftið netspjall á vefslóð forskráningarinnar og á upplýsingavef stofnunarinnar fyrir Úkraínumenn. Markmiðið með spjallinu er að bæta aðgengi fólks á flótta frá Úkraínu að upplýsingum um rétt þeirra til að koma til Íslands, rétt þeirra til verndar á Íslandi og réttindin sem í verndinni felast.

Netspjallið verður opið virka daga milli klukkan 10:00 og 15:00 en utan þess tíma er hægt að senda inn fyrirspurnir gegnum spjallið sem svarað verður með tölvupósti.