Fyrir fagaðila
Hér er að finna upplýsingar fyrir fagaðila vegna þjónustu Tryggingastofnunar.
Námskeið TR fyrir fagaðila um nýtt kerfi
TR býður fagaðilum upp á sérhæfð námskeið um nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september 2025. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem fyrri daginn er fjallað um endurhæfingu í nýju kerfi og síðari daginn um örorku, ICF og samþætt sérfræðimat ásamt því að fulltrúi frá Vinnumálastofnun kynnir virknistyrk.
Námskeiðið er í boði á eftirfarandi dagsetningum:
Fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september
Mánudaginn 15. september og þriðjudaginn 16. september
Miðvikudaginn 8. október og fimmtudaginn 9. október
Mánudaginn 27. október og þriðjudaginn 28. október
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin - það er gert hér
Kennsla hefst klukkan 09:00 og lýkur 14:30 báða dagana.
Námskeiðið verður haldið hjá TR í Hlíðasmára 11, Kópavogi.