Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Fyrir fagaðila

Hér er að finna upplýsingar fyrir fagaðila vegna þjónustu Tryggingastofnunar.

Námskeið TR fyrir fagaðila um nýtt kerfi

TR býður fagaðilum upp á sérhæfð námskeið um nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september 2025. Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem fyrri daginn er fjallað um endurhæfingu í nýju kerfi og síðari daginn um örorku, ICF og samþætt sérfræðimat ásamt því að fulltrúi frá Vinnumálastofnun kynnir virknistyrk.

Námskeiðið er í boði á eftirfarandi dagsetningum:

  • Fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september

  • Mánudaginn 15. september og þriðjudaginn 16. september

  • Miðvikudaginn 8. október og fimmtudaginn 9. október

  • Mánudaginn 27. október og þriðjudaginn 28. október

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin - það er gert hér

Kennsla hefst klukkan 09:00 og lýkur 14:30 báða dagana.

Námskeiðið verður haldið hjá TR í Hlíðasmára 11, Kópavogi.

Fyrir fagaðila - nýtt kerfi frá 1. september 2025