Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Skýrsla ráðherra um samþætt sérfræðimat

11. júní 2025

Með tilkomu nýs örorku- og endurhæfingargreiðslukerfis sem tekur gildi 1. september verður hætt að nota örorkumat eins og gert er í dag og í staðinn tekið upp samþætt sérfræðimat. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram skýrslu á Alþingi 30. apríl síðastliðinn um undirbúining innleiðingar samþætts sérfræðimats. Skýrslan er til umfjöllunar í velferðarnefnd þingsins.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir vinnu starfsfhóps sem þáverandi félags- og vinnumarkaðasráðherra skipaði í maí 2024 til að útfæra samþætta sérfræðimatið. Tryggingastofnun hélt utanum vinnu starfshópsins og með skýrslunni fylgja tveir viðaukar sem starfshópurinn hefur unnið. Annars vegar atriði sem líta skal til við samþætt sérfræðimat og hins vegar leiðbeinandi viðmið um áhrif færnivanda.

Prófanir á matinu eru hafnar hjá TR og sömuleiðis er unnið áfram á útfærslu á nýju matskerfi og umsókn um örorku. Í undirbúningi eru einnig handbækur fyrir fagaðila varðandi nýja kerfið.

Í skýrslu ráðherra má fá gott yfirlit yfir innleiðingu samþætta sérfræðimatsins, sjá hér.