Tæplega 84.000 fengu greitt frá TR árið 2024
Ársskýrsla Tryggingastofnunar fyrir árið 2024 hefur verið birt og ársfundur TR var haldinn í dag, 8 maí. Á fundinum voru haldin fjölmörg erindi en Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp þar sem meðal annars kom fram að þekking og reynsla starfsfólks TR væri ómetanleg. Stofnunin byggi sig undir að framkvæma viðamestu breytingar á almannatryggingum sem gerðar hefðu verið svo árum skipti þegar nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi tæki gildi í haust. Gildi TR um traust, samvinnu og metnað yrðu í fyrirrúmi í þeirri vinnu og kristölluðu það þétta og góða samskiptanet sem byggst hefði upp milli stofnunarinnar og ráðuneytisins.