
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum taka gildi 1. september 2025. Kynntu þér þín réttindi.

Reiknivél lífeyris
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á yfirstandandi ári.
Fréttir og tilkynningar
Ársfundur og ársskýrsla TR 2024
Tæplega 84.000 fengu greitt frá TR árið 2024 Ársskýrsla Tryggingastofnunar fyrir árið 2024 hefur verið birt og ársfundur TR var haldinn í dag, 8 maí. Á fundinum voru haldin fjölmörg erindi en Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra flutti ávarp þar sem meðal annars kom fram að þekking og reynsla starfsfólks TR væri ómetanleg. Stofnunin byggi sig undir að framkvæma viðamestu breytingar á almannatryggingum sem gerðar hefðu verið svo árum skipti þegar nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi tæki gildi í haust. Gildi TR um traust, samvinnu og metnað yrðu í fyrirrúmi í þeirri vinnu og kristölluðu það þétta og góða samskiptanet sem byggst hefði upp milli stofnunarinnar og ráðuneytisins.
Kynning á nýju kerfi 9. maí á opnum streymisfundi
Til að upplýsa viðskiptavini sem eru með örorkulífeyri í dag og færast í nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi, verður boðið uppá opinn streymisfund föstudaginn 9. maí næstkomandi kl. 9.00 - 10.00.