
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum taka gildi 1. september 2025. Kynntu þér þín réttindi.

Reiknivél lífeyris
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á yfirstandandi ári.
Málefni Tryggingastofnunnar
Fréttir og tilkynningar
Skýrsla ráðherra um samþætt sérfræðimat
Með tilkomu nýs örorku- og endurhæfingargreiðslukerfis sem tekur gildi 1. september verður hætt að nota örorkumat eins og gert er í dag og í staðinn tekið upp samþætt sérfræðimat. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram skýrslu á Alþingi 30. apríl síðastliðinn um undirbúining innleiðingar samþætts sérfræðimats. Skýrslan er til umfjöllunar í velferðarnefnd þingsins.
Greiðsludreifing og andmæli vegna uppgjörs
Í tilefni af birtingu uppgjörs fyrir árið 2024 hjá viðskiptavinum TR höfum við gert tvö stutt leiðiningarmyndbönd. Annars vegar um hvernig hægt er að dreifa greiðslum á kröfum á Mínum síðum TR og hins vegar um hvernig niðurstöðum uppgjörs er andmælt á Mínum síðum TR, en það er hægt að gera til og með 31. maí næstkomandi.