Fara beint í efnið

Ísland.is

Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi

Efnisyfirlit

Ísland.is fór í loftið í núverandi mynd haustið 2020. Hlutverk vefsins er að vera miðlæg þjónustugátt og koma upplýsingum um opinbera þjónustu á einn stað. Sífellt bætist við efni og stofnanir en vefurinn er enn í vinnslu og verður næstu árin. Notendur ættu þó þegar að geta fundið helstu upplýsingar og ef ekki þá geta þeir leitað til þjónustuvers Ísland.is.

Vefurinn er settur fram með þarfir notenda að leiðarljósi út frá ströngum aðgengiskröfum. Notendur geta nálgast upplýsingar ýmist með því að nýta leit vefsíðunnar, leita sjálfir í þjónustuflokkum eða í gegnum lífsviðburði.

Stofnanir og þjónustuveitendur eru ábyrgðaraðilar efnis og er því viðhaldið með stuðningi frá Stafrænu Íslandi.

Hvað þarf stofnun að gera?

  • Stofnunum stendur til boða að flytja allt vefsvæði sitt og gerast hluti af Ísland.is, nánari upplýsingar er að finna á vefir stofnana.

  • Stofnun sækir um flutning vefsvæðis með því að senda umsókn til Stafræns Íslands.

Hvert er hlutverk Stafræns Íslands?

  • Tekur á móti umsóknum um samstarf frá stofnunum, t.d. um efni á Mínum síðum, stofnanavef eða stafrænt umsóknarferli.

  • Sér um hönnun, þróun og daglegan rekstur vefsins.

  • Aðstoðar vefstjóra stofnana við framsetningu og uppfærslu efnis.

Tæknilegar upplýsingar

  • Yfir 1700 birtar greinar um opinbera þjónustu frá yfir 200 opinberum aðilum

  • Aðgengi að um 1000 opinberum umsóknarferlum þar sem stafrænum ferlum fjölgar stöðugt

  • 2,7 milljónir heimsókna og 7 milljónir síðuflettinga árið 2021

Nánari tæknilegar upplýsingar má finna á síðu Stafræns Íslands þróun

Ef það eru upplýsingar sem þarf að uppfæra eða eitthvað sem þarf að lagfæra má senda okkur línu.