Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafræn skref

Viðurkenning fyrir Stafræn skref var veitt í fyrsta skipti árið 2022 en skrefin eru níu talsins. Skilgreining fyrir hvert Stafrænt skref má lesa hér neðar.

Tímabilið sem horft er til er frá október til september ár hvert og er viðurkenning veitt þeim opinberu aðilum sem ná Stafrænum skrefum á ráðstefnunni Tengjum ríkið sem haldin er árlega að hausti. Stafrænu skrefinu eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila en öll 9 skrefin eiga ekki við þjónustu allra opinberra aðila.

Stafrænu skrefin ýta undir nýtingu fjárfestingar og markmið ráðuneytisins með því að veita þeim opinberu aðila viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

  • Opinberir aðilar sem hafa tekið öll 9 Stafrænu skrefin fá formlega viðskeytið stafrænn opinber aðili.

  • Opinberir aðilar sem eru komnar af stað í vegferðinni fá birta stöðu verkefna sem sýnir hvar þeir eru staddir.

  • Í felliglugga hér fyrir neðan má finna lista yfir opinbera aðila og þær þjónustur Stafræns Íslands sem þeir nýta fyrir viðskiptavini sína.

  • Stafrænu skrefin munu þróast á næstu árum í takti við stafræna þróun.


Skoða Stafræn skref

Hvað þarf til að fá Stafræn skref?

Stafrænt pósthólf

Opinber aðili er tengdur með vefþjónustu og hefur sent notendum skjöl með tilstilli Stafræna pósthólfsins.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf skjalaveitandi að hafa sent að lágmarki eitt skjal til notenda á árinu.


Innskráning fyrir alla

Opinber aðili er tengdur við nýja innskráningarþjónustu Ísland.is - Innskráning fyrir alla.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að hafa tengt nýju innskráningaþjónustuna við eina þjónustu.


Umsóknarkerfi Ísland.is

Notendur geta sótt sér opinbera þjónustu til þjónustuaðila í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is

  • Til að fá Stafrænt skref fyrir umsóknarkerfi Ísland.is þarf þjónustuaðili að vera með eina umsókn í Umsóknarkerfi Ísland.is


Mínar síður Ísland.is

Opinber aðili nýtir Mínar síður Ísland.is til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að birta gögn um eina þjónustu á Mínum síðum Ísland.is


Vefsíða á Ísland.is

Opinber aðili rekur aðalvef sinn á Ísland.is

  • Til að fá Stafræn skref fyrir vefsíðu þarf þjónustuaðili að reka aðalvef sinn á Ísland.is


Spjallmennið Askur

Opinber aðili nýtir Ask til að þjónusta og eiga samskipti við notendur. Þjónustuaðili getur tekið þátt í efni og svörun Asks á Ísland.is þrátt fyrir að vera með eigin vefsíðu.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að hafa sett upp Ask og þjónusta gegnum netspjallið.


Ísland.is appið

Opinber aðili nýtir Ísland.is appið til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að birta gögn um eina þjónustu í Ísland.is appinu.


Straumurinn

Opinber aðili nýtir Strauminn til að miðla gögnum til annarra opinberra aðila.

  • Til að fá Stafrænt skref þar þjónustuaðili að vera með eina vefþjónustu virka í Straumnum.


Þjónustuvefur á Ísland.is

Opinber aðili nýtir þjónustuvef Ísland.is til að auka sjálfsafgreiðslu notenda.

  • Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að hafa stillt upp helstu fyrirspurnum og lausnum á þjónustuvef Ísland.is