Mínar síður
Um Mínar síður
Á Mínum síðum geta einstaklingar og lögaðilar nálgast gögn frá ríkinu á einum stað á öruggan hátt.

Hvað má finna á Mínum síðum?
Á Mínum síðum, sem opnaðar eru í vafra á tölvu, birtast gögn sem tilheyra þér frá þeim stofnunum sem innleitt hafa Mínar síður Ísland.is.
Í Ísland.is appinu birtast síðan lykilgögn, sem gott er að hafa við höndina, frá sömu stofnunum.
Öll móttaka, geymsla og vinnsla gagna er hjá stofnununum sjálfum. Mínar síður birta einungis þau gögn sem eru til.
Pósthólf
Meginsamskiptaleið ríkisins er stafræn. Stofnanir sem hafa innleitt Stafræna pósthólfið senda gögn til notenda í gegnum pósthólfið á Mínum síðum Ísland.is.
Mínar upplýsingar
Hér finnur notandi upplýsingar sínar og fjölskyldu sinnar úr þjóðskrá og/eða fyrirtækjaskrá.
Stillingar fyrir viðmót Minna síðna og skráðar tengiliðaupplýsingar, svo sem netfang og sími viðkomandi.
Upplýsingar um undirskriftalista sem viðkomandi hefur stofnað eða skrifað undir.
Fjármál
Upplýsingar frá Fjársýslunni um fjárhagsstöðu hjá ríkissjóði og ýmsum stofnunum.
Umsókn um skuldleysisvottorð.
Umsókn um greiðsluáætlun skulda.
Skráning kílómetragjalds ökutækja.
Yfirlit yfir húsnæðisbætur.
Umsóknir
Staða á stafrænum umsóknum notanda hjá ýmsum stofnunum.
Menntun
Unnið er að því að því að koma öllum einkunnum úr menntakerfi Íslands á einn stað.
Umsókn um nám í framhaldsskóla.
Námsmat er birt úr samræmdum könnunarprófum grunnskóla, frá árinu 2020.
Námsferill og útskriftir úr framhaldsskólum frá árinu 2001.
Yfirlit yfir brautskráningar úr háskólanámi auk námsferilsyfirlits sé það til staðar.
Eignir og tæki
Upplýsingar um þinglýstar fasteignir, lönd og lóðir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Umsókn um veðbókarvottorð.
Unnið er að því að koma upplýsingum um öll farartæki á einn stað.
Upplýsingar um ökutæki notanda, ökutækjaferil og uppfletting í ökutækjaskrá Samgöngustofu.
Skráning kílómetrastöðu ökutækja.
Tilkynning um eigendaskipti ökutækis.
Umsókn um nafnleynd í ökutækjaskrá.
Umsókn um skilavottorð vegna förgunar ökutækis.
Upplýsingar um skráðar vinnuvélar hjá Vinnueftirliti ríkisins.
Yfirlit yfir skráð hugverkaréttindi hjá Hugverkastofu
Upplýsingar um skírteini og starfsleyfi
Stafrænum skírteinum fjölgar ört en frá 1. júlí 2025 eru þau ekki lengur aðgengileg í símaveskjum, aðeins í Ísland.is appinu eða á Mínum síðum í vafra.
Nú eru meðal annars birtar upplýsingar um ökuskírteini, Evrópska sjúkratryggingakortið, vinnuvélaréttindi, ADR-skírteini, skotvopnaleyfi og upplýsingar um vegabréf.
Upplýsingar um vegabréf barna.
Starfsleyfi
Unnið er að því að gera yfirlit yfir leyfisbréf og vottorð til starfsréttinda aðgengilegt á Mínum síðum.
Að svo stöddu birtast einungis starfsleyfi kennara á Mínum síðum.
Aðgangsstýring
Með aðgangsstýringu geta notendur veitt öðrum umboð, breytt eða eytt umboðum og séð yfirlit yfir þau umboð sem þau hafa. Einnig er hægt að veita öðrum aðgangsstýringarréttindi svo þeir geti veitt umboð fyrir hönd viðkomandi prókúruhafa.
Notkunaryfirlit fyrir innskráningar notanda og notkun hans á Umboðskerfi Ísland.is.
Framfærsla
Yfirlit yfir greiðslur frá almannatryggingum, svo sem elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrir.
Greiðslu- og tekjuáætlun Tryggingastofnunar.
Heilsa
Skráð heilsugæslustöð og tannlæknir.
Upplýsingar um réttindastöðu og greiðsluþátttöku.
Umsókn um staðfestingu á sjúkratryggingu.
Skráð hjálpartæki og sérfæði hjá Sjúkratryggingum.
Staða lyfjakaupa, lyfjareiknivél og lyfjaskírteini.
Yfirlit yfir kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga í sjúkra-, tal- eða iðjuþjálfun.
Afstaða til líffæragjafar.
Loftbrú
Upplýsingar um réttindi til lækkunar flugfargjalda með Loftbrú.
Umsóknir um niðurgreiðslu með Loftbrú og yfirlit yfir notkun viðkomandi frá Vegagerðinni.
Lög og reglur
Upplýsingar og yfirlit yfir mál sem viðkomandi á mögulega í dóms- og réttarvörslukerfinu.
Mínar síður á Ísland.is - kynningarmyndband
Að veita öðrum aðgang að Mínum síðum
Hægt er að nota rafræn umboð til að veita öðrum heimild til að sinna málum fyrir sína hönd. Þannig geta einstaklingar skráð sig inn á Ísland.is fyrir hönd fyrirtækja, opinberra aðila og þeirra einstaklinga sem hafa veitt þeim umboð.
Prókúruhafar fyrirtækja og félaga eru sjálfkrafa með umboð vegna þeirra en geta einnig veitt öðrum aðgang og heimildir.
Hvernig virka umboð fyrir einstaklinga og fjölskyldur?
Hvernig virka umboð fyrir fyrirtæki, rekstur og/eða stofnanir?