Fréttabréf júlí 2025
11. júlí 2025
Fréttabréf Stafræns Íslands júlí 2025.

Tengjum ríkið 2025
Árleg ráðstefna Stafræns Íslands verður haldin þann 18.september 2025. Þetta er í 6.skipti sem ráðstefnan er haldin og verður sem fyrr bæði á staðnum og í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár snýr að öryggi og stafrænni forystu á óstöðugum tímum og höfðar því til breiðs hóps í opinbera- og einkageiranum. Áhersla að vanda er lögð á tækifæri sem liggja í stafvæðingu, lærdóm stafrænna verkefna og hvað ber að varast. Lykilfyrirlesarar verða meðal annars frá Úkraínu og fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu. Dagskrá verður kynnt nánar um miðjan ágúst en þá hefst miðasala.
Að morgni ráðstefnudags verða haldnar vinnustofur sem munu snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is vefnum, ávinningi stafrænna verkefna og framtíðarsýn stafrænnar vegferðar hins opinbera. Í fyrra sóttu um 500 manns ráðstefnuna og mikill fjöldi fylgdist með í streymi. Meðal gesta síðustu ár hafa verið forstöðumenn, tæknistjórar, þjónustustjórar, vefstjórar og lykilfólk bæði frá opinbera- og einkageiranum.
Tengjum ríkið 18. september 2025
Starfsmenntunarsjóður í Umsóknarkerfi Ísland.is
Starfsmenntunarsjóður embættismanna hefur komið upp umsókn í Umsóknarkerfi Ísland.is. Umsókn endar í þjónustukerfi Ísland.is þar sem starfsmenn sjóðsins halda utan um samskipti og úthlutanir.
Lesa nánar um úthlutanir sjóðsins
Til hamingju með 18 ára afmælið
Á 18 ára afmælisdaginn fá einstaklingar senda kveðju í Stafræna pósthólfið sitt. Kveðjan inniheldur upplýsingar um þau réttindi og skyldur sem við hljótum samkvæmd lögum á þessum tímamótum. Verkefnið er liður í forvirkri þjónustuveitingu.
Vinnuvélapróf og kennsluréttindi á Ísland.is
Umsókn um skráningu í verklegt vinnuvélapróf og umsókn um kennsluréttindi á vinnuvélar er nú að finna á Ísland.is.
55,5% innleitt Stafræna pósthólfið
75 stofnanir hafa innleitt Stafræna pósthólfið, 55 sveitarfélög og 5 lífeyrissjóðir, þar með talin reiknisstofa lífeyrissjóða með 10 sjóði. Innleiðing Stafræna pósthólfsins er skylda samkvæmt lögum frá og með 1.janúar 2025.
Lesa nánar um stöðu innleiðingar
Ráðstefnur, vinnustofur og fundir
Ísland.is samfélagið hittist reglulega og skiptist á reynslusögum. Vefstjórar Ísland.is hittast mánaðarlega, efnisstefnukynningar eru einnig mánaðarlegar sem og örnámskeið í efnisvinnslu. Faghópar tæknifólks, rekstrar, þjónustu og gagna hittast sömuleiðis nokkrum sinnum á ári.
Meðal verkefna Stafræns Íslands
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Notendaupplýsingar
Skrá mörg netföng og tengja mismunandi netföng við umboð
Umsóknir
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekjuáætlun TR
Tilkynning um netglæp
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Stafrænt pósthólf
Gagnvirk samskipti við almenning í gegnum þjónustukerfi
Stjórnborð
Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir
Ráðstefnur
Opin efnisstefnukynning 26.ágúst
Tengjum ríkið 18.september
Örnámskeið - aðgengismál 24.september
Vefir í vinnslu
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítali
Lögreglan
Rannís
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla Suðurnesja
Rammaáætlun
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa