Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Beint að efninu með Tryggingastofnun

10. febrúar 2021

Stafræna umsóknakerfi Tryggingastofnunar er nú beintengt við Ísland.is

Tryggingastofnun

Mikilvægum áfanga hefur verið náð hjá Ísland.is með stafrænni tengingu við umsóknakerfi Tryggingastofnunar þar sem 26 umsóknir eru nú beintengdar við Ísland.is. Notanda er vísað beint í fyrsta skref umsóknar og þarf því ekki að leita nema á Ísland.is og fær þá bestu upplýsingar í fyrstu snertingu.

Umsóknir um t.d. barnalífeyri, dánarbætur, framlag vegna menntunar, heimilisuppbót, einfalt meðlag, ummönnunargreiðslur og foreldragreiðslur svo eitthvað sé nefnt eru nú aðgengilegar beint frá Ísland.is.

 

Umsóknaferlið er nú;

1.     Leitar

2.     Finnur

3.     Smellir

4.     Innskráir

5.     Fyllir út

6.     Staðfestir og sendir inn.