Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Umhverfismatsferli

Ef framkvæmd er matsskyld þarf að meta þau áhrif sem framkvæmdin kann að hafa á umhverfið.

Matsáætlun

Umhverfismatsferlið hefst á gerð matsáætlunar. Matsáætlun lýsir því með hvaða hætti framkvæmdaraðili hyggst leggja mat á umhverfisáhrif framkvæmdar.

  • Framkvæmdaraðili vinnur að gerð matsáætlunar. Þar kynnir hann framkvæmdina og lýsir því hvernig hann áformar að standa að umhverfismati hennar.

  • Framkvæmdaraðili leggur matsáætlun fram til Skipulagsstofnunar sem kynnir hana almenningi og birtir á Skipulagsgátt og á vef Skipulagsstofnunar.

  • Skipulagsstofnun leitar umsagnar umsagnaraðila eftir eðli máls hverju sinni, svo sem leyfisveitenda og fagstofnana. Almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst einnig kostur að veita umsögn.

  • Framkvæmdaraðila er gefinn kostur á að bregðast við umsögnum áður en Skipulagsstofnun gefur út álit um matsáætlun.

  • Skipulagsstofnun gefur út álit um matsáætlun sem inniheldur, eftir því sem við á hverju sinni, leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu.

Matsáætlanir og álit um þær má nálgast í gagnagrunni umhverfismats.

Umhverfismatsskýrsla

Framkvæmdaraðili metur umhverfisáhrif framkvæmdar í samræmi við matsáætlun og álit Skipulagsstofnunar um hana og setur niðurstöður umhverfismatsins fram í umhverfismatsskýrslu.

  • Þegar framkvæmdaraðili hefur lokið við gerð umhverfismatsskýrslu, leggur hann hana fram til Skipulagsstofnunar.

  • Þegar stofnunin hefur gengið úr skugga um að skýrslan sé í samræmi við matsáætlun um framkvæmdina, álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun og ákvæði laga og reglugerðar, kynnir hún umhverfismatsskýrsluna opinberlega fyrir almenningi á Skipulagsgátt og vef stofnunarinnar og leitar umsagna umsagnaraðila. Almenningi gefst einnig kostur á að koma á framfæri umsögnum um hina fyrirhuguðu framkvæmd og umhverfismat hennar.

Álit Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun gefur út álit um umhverfismat að lokinni kynningu umhverfismatsskýrslu og fengnum umsögnum umsagnaraðila og almennings og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Í álitinu getur stofnunin meðal annars tilgreint skilyrði og mótvægisaðgerðir sem hún telur að setja þurfi í leyfum til framkvæmdarinnar.

Leyfi til framkvæmda

Að loknu umhverfismati framkvæmdar, sækir framkvæmdaraðili um leyfi til framkvæmda til viðkomandi sveitarfélags og eftir atvikum annarra leyfisveitenda. Leyfisveitingar skulu taka mið af umhverfismati framkvæmdar.

Leiðbeiningar

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram