Almenningur og hagsmunaaðilar
Eitt markmiða umhverfismats framkvæmda er að tryggja aðkomu almennings að umhverfismati og samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuni að gæta eða láta sig málið varða.
Markvisst samráð við almenning og hagaðila frá upphafi umhverfismatsferlisins getur:
Aukið sátt um framkvæmdir.
Skilað gagnlegum upplýsingum inn í matsvinnuna, t.a.m. frá heimamönnum sem oft hafa góða staðbundna þekkingu á umhverfi og aðstæðum. Sú þekking getur nýst við hönnun framkvæmdar og mat á umhverfisáhrifum hennar.
Nánar um hvernig þú getur haft áhrif á skipulag byggðar og mótun umhverfis (pdf).
Hverjir geta gefið umsagnir og hvað verður um þær?
Allir geta veitt umsögn og komið á framfæri sínum sjónarmiðum um framkvæmdir og umhverfismat þeirra. Umsagnir sem berast á kynningartíma matsáætlunar og umhverfismatsskýrslu eru hluti þeirra gagna sem Skipulagsstofnun tekur afstöðu til þegar unnið er að áliti stofnunarinnar um matsáætlun og umhverfismat framkvæmdar.