Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Um Skipulagsgátt

Skipulagsgátt

Hvað er Skipulagsgátt?

Skipulagsgátt er nýjung við skipulagsgerð, umhverfismat og framkvæmdaleyfisveitingar. Í gáttinni verða aðgengilegar á einum stað allar skipulagstillögur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi sem eru til kynningar á landinu hverju sinni, frá upphafi hvers ferils til enda. Gáttin er þegar opin og mál þar til kynningar og frá 1. júní munu öll ný mál sem varða skipulagsáætlanir, umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfa verða birt þar.

Hvernig getur Skipulagsgátt nýst mér?

Í Skipulagsgátt getur þú:

  • Skoðað öll mál sem eru til kynningar hverju sinni og náð gögn.

  • Gert athugasemdir við mál á kynningartíma þeirra.

  • Gerst áskrifandi og fengið tilkynningar um ný mál eða uppfærslur mála í gáttinni eftir þeim málaflokkum eða staðsetningu sem hentar þér.

Skoðaðu þig um í Skipulagsgáttinni.

Ertu með fyrirspurn?

Hafir þú fyrirspurn um Skipulagsgátt er tekið á móti þeim í gegnum netfangið skipulagsgatt@skipulag.is.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram