Um Skipulagsgátt
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2cyykWwY1SKmrRYNQTkMM8/9eeb4286ccb6d756ce7d45ed3c2a1b73/mynd1.jpg?w=50)
![Skipulagsgátt](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2cyykWwY1SKmrRYNQTkMM8/9eeb4286ccb6d756ce7d45ed3c2a1b73/mynd1.jpg?w=1000)
Hvað er Skipulagsgátt?
Skipulagsgátt er nýjung við skipulagsgerð, umhverfismat og framkvæmdaleyfisveitingar. Í gáttinni eru aðgengilegar á einum stað allar skipulagstillögur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi sem eru til kynningar á landinu hverju sinni, frá upphafi hvers ferils til enda. Öll ný mál sem varða skipulagsáætlanir, umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfa eru nú birt í gáttinni og hafa verið síðan um mitt ár 2024.
Hvernig getur Skipulagsgátt nýst mér?
Í Skipulagsgátt getur þú:
Skoðað öll mál sem eru til kynningar hverju sinni og náð gögn.
Gert athugasemdir við mál á kynningartíma þeirra.
Gerst áskrifandi og fengið tilkynningar um ný mál eða uppfærslur mála í gáttinni eftir þeim málaflokkum eða staðsetningu sem hentar þér.
Skoðaðu þig um í Skipulagsgáttinni.
Ertu með fyrirspurn?
Hafir þú fyrirspurn um Skipulagsgátt er tekið á móti þeim í gegnum netfangið skipulagsgatt@skipulag.is.