Skipulag haf- og strandsvæða
Skipulag á haf- og strandsvæðum er tvíþætt, annars vegar er um að ræða stefnu ríkisins um skipulag haf- og strandsvæða og hins vegar strandsvæðisskipulag þar sem mótuð er nánari stefna út frá aðstæðum á hverjum stað.
Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu. Í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða er einnig lagður grunnur að gerð strandsvæðisskipulags. Svæðisráð skipuð af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga bera ábyrgð á gerð skipulagsins en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess og framfylgd eftir að skipulag tekur gildi, í umboði svæðisráðs.
Skipulagsstofnun hefur jafnframt eftirlit með framkvæmd laga um skipulag haf- og strandsvæða og heldur úti vef þar sem nálgast má almennar upplýsingar um skipulag á haf- og strandsvæðum, strandsvæðisskipulag í gildi auk upplýsinga um ferlið við mótun strandsvæðisskipulags hverju sinni.
Vefur haf- og strandsvæðisskipulags
Á hafskipulag.is má nálgast nánari upplýsingar um skipulag á haf- og strandsvæðum og strandsvæðisskipulag.