Landsskipulag
Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu í skipulagsmálum fyrir landið í heild til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um þróun byggðar og landnýtingu.
Landsskipulagsstefna er unnin á grundvelli skipulagslaga og laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála.
Húsnæðis- og skipulagsráð vinnur að gerð landsskipulagsstefnu í samstarfi við Skipulagsstofnun, í samræmi við áherslur ráðherra hverju sinni. Skipulagsstofnun heldur jafnframt úti vef þar sem nálgast má upplýsingar um landsskipulagsstefnu, svo sem um gildandi stefnu og framfylgd hennar auk upplýsinga um ferli við mótun nýrrar landsskipulagsstefnu.
Vefur landsskipulagsstefnu
Á landsskipulag.is má nálgast nánari upplýsingar um landsskipulagsstefnu