Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Svæðisskipulag

Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga um sameiginleg hagsmunamál og svæðisbundnar áherslur, svo sem byggðaþróun, samgöngur eða vatnsvernd.

Svæðisskipulag skal taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til landshluta eða annarra stærri heilda.

Skylda er að vinna svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, en annarsstaðar á landinu er svæðisskipulagsgerð valfrjáls.

Í kortavefsjá má nálgast upplýsingar um stöðu svæðisskipulags á öllu landinu.

Gerð svæðisskipulags

  • Þar sem vinna á svæðisskipulag koma hlutaðeigandi sveitarstjórnir á fót sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd. Hún annast vinnslu, kynningu og afgreiðslu svæðisskipulags undir yfirstjórn sveitarstjórnanna.

  • Svæðisskipulagsnefnd skal jafnframt starfrækt þar sem svæðisskipulag er í gildi. Hún sér um framfylgd og breytingar á svæðisskipulaginu og metur, í upphafi kjörtímabils, hvort tilefni er til að endurskoða svæðisskipulag.

  • Svæðisskipulag er háð samþykki allra hlutaðeigandi sveitarstjórna og staðfestingu Skipulagsstofnunar.

  • Kostnaður við gerð svæðisskipulags greiðist til helminga af hlutaðeigandi sveitarfélögum og Skipulagssjóði.

Ferli svæðisskipulagsgerðar

Leiðbeiningar

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram