Skipurit
Skipulagsstofnun skiptist í þrjú kjarnasvið og tvö stoðsvið. Skipuritið tók gildi þann 1. mars 2024
Svið stefnumótunar og miðlunar
Meðal helstu verkefna sviðsins er gerð landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulags auk miðlunar og kynningarmála og rannsóknar- og þróunarstarfs. Sviðsstjóri er Ester Anna Ármannsdóttir.
Svið skipulags
Meðal helstu verkefna sviðsins eru leiðbeiningar til sveitarfélaga um gerð skipulagsáætlana og umhverfismats þeirra auk afgreiðslu svæðis- aðal og deiliskipulagstillagna. Sviðsstjóri er Guðrún Lára Sveinsdóttir.
Svið umhverfismats
Meðal helstu verkefna sviðsins er mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana. Það varðar leiðbeiningar um þessi efni, sem og afgreiðslu þeirra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og þeirra áætlana, annarra en skipulagsáætlana sveitarfélaga, sem háðar eru umhverfismati. Verkefni sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Sviðsstjóri er Egill Þórarinsson.
Teymi landupplýsinga og stafrænnar þróunar
Meðal helstu verkefna teymisins eru þróun og innleiðing stafræns skipulags ásamt þróun og rekstri Skipulagsgáttar, skipulagsvefsjár og landfræðilegra gagnagrunna um hafskipulag og mat á umhverfisáhrifum. Teymisstjóri er Albert Þorbergsson.
Teymi rekstrar og þjónustu
Meðal helstu verkefna teymisins eru móttaka viðskiptavina, skjalaskráning og skjalavarsla, gæðamál, starfsmannahald og fjármál. Teymisstjóri er Sigrún Eysteinsdóttir.
Lögfræðingur stofnunarinnar tilheyrir einnig teymi rekstrar og þjónustu. Hann sinnir innri og ytri ráðgjöf um lögfræðileg atriði sem varða verkefni stofnunarinnar. Ottó Björgvin Óskarsson er lögfræðingur Skipulagsstofnunar.
Forstjóri
Forstjóri Skipulagsstofnunar er Ólafur Árnason. Staðgengill forstjóra er Guðrún Lára Sveinsdóttir.